Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íslenska

Busy vika

Sælir,

Það er búið að vera ÓENDALEGA mikið að gera í þessari viku. Á sunnudaginn fór ég í Oscar-Night með vinum mínum í Imperial Bio. Það var dásamlegt.
img_0546_802380.jpg
















Við mættum klukkan 23.30, og það var rauðar dregill inní bíóið þar sem var boðið upp á kampavín og allt mjög fínt. Það var búið að setja upp tv-stúdíó þarna fyrir framan salinn (það er bara einn STÓR salur í Imperial) sem átti að senda í beinni útsendingu alla nóttina - Hans Pilgaard var host (hann var einu sinni host í danska "viltu vinna milljón", og er með allskonar talkshows í DK), og meðal gestanna voru Iben Hjele (dönsk kvikmyndastjarna) og skólastjórinn í European Film College.
Klukkan 00:00 fórum við inní salinn og á leiðinni inn fengum við svona goodie-bag með nammi og chips, og gosi í. Það var byrjað á því að sýna Slumdog Millionaire (sem vann Best Film), og hún var mjög skemmtileg, en þetta var ekki svona dæmigerð mynd sem vinnur Oscars verðlaun. Þegar myndin var búin svona rúma 02:00 var smá pása, og við fórum aðeins út að fá okkur frískt loft. Í hléinu var líka boðið upp á kaffi og fleira. Klukkan svona 02:15 var byrjað að sýna live frá athöfninni í Hollywood. Svo þegar þetta var allt búið klukkan svona 06:00 gat maður fengið sér bollur á leiðinni út. Ég fékk mér eina og svo heim með lest og beint í háttinn!
img_0529_802381.jpg
















Á þriðjudaginn var ég að keppa í úrslitarumferðinni í skólabadmintonmótinu. Við töpuðum á móti einhverjum Team Danmark-skólum (badminton skólar), en það var alveg fínt þar sem við erum þá besta non-badminton skóli Danmerkur. Efir alla þessa leiki var ég alveg búinn og ég var með harðsperrur í 2-3 daga!

Annars er ég búinn að vera að læra nonstop fyrir stærðfræðiprófið sem ég var í í dag. Það gekk líka alveg ágætlega, nema að ég uppgötvaði strax á eftir að ég var búinn að ég var búinn að klúðra tveimur dæmum. Í dag fór ég líka í svona MAX-test í ræktinni, og það gleður mig að segja að mér hefur farið töluvert fram!

PEACE.


USA 09

Jæjæ, sumarið planað! Í gær pöntuðum við flugmiða. Við fljúgum til LA 27. júní og leigjum okkur svo bíl og förum meðal annars til Frisco, Vegas og Grand Canyon. Við förum heim 17. júlí, þannig við verðum í næstum því 3 vikur! Ég hef farið til bandaríkjanna tvisvar áður - sumarið 2004 og sumarið 2006. Ég hef komið til 10 fylkja, og núna fer ég sem sagt til Californiu, Arizona og Nevada, en ég hef aldrei áður verið í þeim hluta af USA. Ég hlakka ótrúlega mikið til að fara í hitann og surfa, beach volley, fara í körfu, sjá Staples Center (Los Angeles Lakers). Ég á pottþétt eftir að taka helling af myndum!
usa04















USA 04, Utah. Ívar, ég og Egillusa06

















USA 06, Lake eitthvað. Ívar og ég.
______________________________________________________________________
Á tímabilinu 77-78 sýndi CBS alltaf einn H.O.R.S.E-leik (ASNI) í hálfleik í NBA-deildinni. Allgjör snilld, af hverju hættu þeir því? Ég var að skoða myndbönd á YouTube í gær og rakst á þetta:

_______________________________________________________________________
Ég sá þetta líka í gær. Titillinn á myndbandinu segir allt sem þarf að segja!

_______________________________________________________________________
Næstu dagana verð ég frekar busy. Á morgun er ég að fara að keppa. Á sunnudaginn þarf ég sennilega að skrifa ritgerð í dönsku og ensku, og um kvöldið fer ég í Oscar Night í Imperial bíóinu niður í bæ og verð þar í alla nótt - fyrst verður Slumdog Millionaire sýnd, og síðan verður sýnt beint frá Hollywood held ég. POPP OG KÓK ÓKEYPIS, JÁ TAKK! Allt þetta fyrir aðeins 150 krónur.
Á föstudaginn í næstu viku er frekar mikilvægt stærðfræðipróf þannig að ég þarf að undirbúa mig vel í næstu viku. Svo á sunnudaginn eftir viku fer ég með bekknum mínum til Bruxelles og verð þar í viku, og 4 dögum eftir að ég kem heim fer ég til Íslands.
Jæja, ég er farinn að lyfta! ;)
Laters, KG.


Remember, impossible is nothing!

Sup,

Ég ætla að byrja á því að segja sorry hvað ég er búinn að blogga lítið upp á síðkastið, en það er bara búið að vera svo ótrúlega mikið að gera í skólanum og í badminton og í ræktinni og allt það! ;) Ég þarf náttúrulega að komast í gott form fyrir Milano. Annars er ég búinn að horfa á nokkrar ansi góðar bíómyndir síðan ég kom heim. Í gær horfði ég á Cadillac Records - mjög góð mynd um gullöld blues tónlistar, þegar Muddy Waters, Howlin' Wolf, Little Walter, og Chuck Berry voru upp á sitt besta. Mos Def, Jeffrey Wright og Adrien Brody leika allir voða vel. :)

Um daginn þegar ég var að horfa á How I Met Your Mother sá ég þetta snilldar "video resume" hjá honum Barney Stinson:

Mig grunar að þeir hafa fengið hugmyndina frá þessum gæja (þetta er ekki djók. Þessi gaur heitir Aleksey Vayner, og útskrifaðist frá Yale. Í staðinn fyrir að sækja um vinnu eins og allir aðrir, bjó hann til þetta)

What a goof, hehe.

Um daginn var ég að horfa á All Star keppnina sem var haldin í Pheonix. East-West leikurinn var ferlega slappur, en samt alveg gaman að horfa á hann. Annars finnst mér alltaf gaman að horfa á troðslukeppnina og threepointshootoutkeppnina. Það var gaman að sjá Superman-Lex Luthor baráttuna hjá Dwight Howard og Nate Robinson.

Btw, Dr. Dre átti afmæli í gær. Til hamingju! Þessi maður er sannur listamaður. Ég býð alla vega spenntur eftir nýju plötunni hans, Detox.

Og hey, hver vissi að Shaquille O'Neal væri efnilegur rappari?


Thats all. Laters. :)


Ferðasaga og margt fleira

Komið þið blessuð og sæl yndislegu lesendur,

Eins og flestir vita hef ég verið á klakanum síðustu tvær vikur. Dvöl mín þar voru hrikalega ljúf. Ég kom 30. janúar til að keppa í deildarkeppninni, en ákvað svo að breyta flugmiðanum af því að það var búið að aflýsa svo mörgum tímum í skólanum fyrir vetrafríið. Um helgina var ég sem sagt að keppa í Deildó. Ég keppti í meistaraflokki og var í liðinu TBR-Z (það eru svo margir í TBR að það varð að skipta þeim upp). Í liðinu mínu voru Katrín, Sunna, Hanna María, Valli, Njörður og Atli - við stóðum okkur vel, nema það að Sunna var veik á sunnudeginum þannig að við þurftum að gefa 2 leiki (skil ekki alveg af hverju við fegnum ekki að fá varamann?).

Þegar deildarkeppnin var búinn var fjörið nú ekki búið. Síðustu vikurnar hef ég slappað af (að meðal tali hef ég sennilega sofið 9 tíma á dag), ég hef hitt eiginlega allt frændfólkið og alla vini mína, farið á Bæjarins Beztu (hefð), farið þrisvar í bíó, síðan hef ég farið alveg hryllilega mikið í sund! Síðustu dagana hef ég líka drukkið óvenjulega mikið te. Mamma kom með ÓTRÚLEGA gott te um jólin, og amma á svo gott hunang! Ívar er líka orðinn hooked á þessu, og við erum búnir að chilla ferlega mikið saman.
Flugið heim var þægilegt og rólegt - ég var í vél með nýjum sætum, þannig að ég horfði á "I, Robot". AW HELL NO!

Eins og alltaf þegar ég er á Íslandi er ég búinn að horfa á þokkalega mikið NBA TV. T.d er ég búinn að horfa á heimildarmyndir um Charles Barkley og Dominique Wilkins aka. The Human Highlight Film!
magic

















Já, ég er búinn að hafa það gott! :)

_________________________________________________________________

Fréttir úr heiminum:

  • Mohammed Khatami, fyrrverandi forseti í Íran ætlar að bjóða sig fram aftur núna í sumar (kosningar eru 12. júní). Khatami er vinstri sinnaður og er eiginlega andstæða Ahmedinejad. Þannig þetta eru mjög mikilvægar kosningar - ef Khatami vinnur mun Íran sennilega opnast og verða eitthvað fúsara til samvinnu með bandaríkjamönnum. MESSAGE TO KAVEH MEHRABI: VOTE FOR MOHAMMED KHATAMI. Sénsinn að Kaveh nennir að lesa bloggið mitt á íslensku.
  • Obama lenti í einhverjum vandæðum út af skatasvindli hjá heilbrigðisráðherranum sínum, Tom Daschle. Núna er Obama að reyna að koma einhverju svakalegu skattaplani í gegn, en hann þarf að fá 60 senators til að kjósa JÁ fyrir þessu plani. En það eru bara 58 demókrataískir senators, þannig að Obama verður að sannfæra alla vega 2 repúblikana til að kjósa líka JÁ.
  • Eftir kosningarnar í Ísrael er ringulreið. Hver vann eiginlega?

Um daginn horfði ég á mjög góða hollenska heimildarmynd um old school hiphop. Big Fun in the Big Town. Haha, hvað það er asnalegt nafn! Alla vega, allt var tekið upp 1986, og það var meðal annars vital við LL Cool J, Grandmaster Flash, Doug E Fresh, Run DMC, Ice-T og Russel Simmons. Þig getið horft á hana hérna: http://www.videosift.com/video/Big-Fun-in-the-Big-Town-historical-Hip-Hop-documentary
Þegar var tekið viðtal við Ice-T var hann að hlusta á Jimi Hendrix lag, og hann sagði að Jimi Hendrix væri ein áhrifaríkasta fyrirmynd hans. Ég hef aldrei hlustað mikið á Jimi Hendrix, en eftir þetta fór ég á youtube og hlustaði á nokkur lög og ég verð að segja að Jimi karlinn er bara helvíti góður! Ég ætla að ljúka þessu bloggi með uppáhalds Jimi Hendrix laginu mínu, Hey Joe. Hérna er hann að spila á Woodstock 1969:

Jimi Hendrix dó ári seinna þegar hann var 27 ára (eins og svo margir aðrir: Jim Morrison, Kurt Cobain, Otis Redding, Janis Joplin)

En ég er farinn að gera eitthvað skemmtilegt!

Fyrir þá sem sofa um nóttina, segi ég bara buenas nochas chicas!

PEACE OUT!


Joaquin Phoenix segir upp Hollywood

Joaquin Phoenix segist vera hættur að leika og ætlar nú að reyna að meika það sem rappari! Já, ég trúði þessu heldur ekki. En karlinn er greinilega ekki að grínast - um daginn var hann með tónleika á skemmtistað í Las Vegas, og Casey Affleck er greinilega að búa til heimildarmynd um þetta allt. Samkvæmt nýjasta orðróm á Puffy að pródúsa plötuna hans. Fyrir ykkur sem kannast ekki við nafnið:cpj Hann hefur meðal annars leikið í "Walk the Line" ogjp "We Own the Night".































Peace out.


Hitt og þetta

Jæja nú er ég kominn aftur á klakkann! Á morgun ætla ég að breyta miðanum heim svo ég geti verið lengur.

Í dag er ég bara búinn að taka það rólega. Ég borðaði fisk með ömmu og afa og horfði á The Interpreter með þeim. Síðan fór ég líka að heimsækja hina ömmu mína og hinn afa minn!

Frá Efnahagsfundinum í Davos, Sviss:

Hversu mikið segir þessi hringitónn ekki um Gordon Brown. Við getum allavega verið viss um að hann sé ekki með Blackberry!


Kanye að hanna skó fyrir LV

Yo,

Hvað er eiginlega að gerast á Íslandi? Jeez.

http://www.youtube.com/profile?user=BaggaluturTV&view=videos - skoðið þessa rás

En hey, Kanye West er búinn að hanna skó fyrir Louis Vuitton. Þeir eiga að koma á markaðinn í júní.
kanyeshoe


Rap impersonations

LL Cool J, Snoop Dogg, DMX og Jay-Z... ef maður hlustar á þetta án þess að horfa á myndbandið þá mætti maður halda að þetta væru bara þeir að rappa! Crazy!


Oasis tónleikar

Krakkar mínir, nú ætla ég að segja ykkur sögu!

Í gær var ég að vinna í að skrifa ritgerð um Serbíu-Kosovo átökin þegar vinur minn hringdi í mig:

Hann sagði: Blessaður

Ég sagði: Sæll

Svo sagði hann að hann væri með einn auka miða á Oasis tónleikana sem áttu að vera í Forum á Österbro/Nörrebro/Frederiksberg? Ég er með svona smá princip - ég segi aldrei nei við ókeypis tónleikamiðum (það er reyndar ekki alveg satt. Mér var boðið á Chris Brown í kvöld, en vá ég nenni ekki að sjá hann.)
Við hittumst svo á metro-stöðinni rétt hjá húsinu og löbbuðum að röðinni. Það var kominn alveg frekar löng röð, þannig ég hugsaði að við myndum örugglega lenda einhver staðar aftast í salnum eða eitthvað. En svo allt í einu heyri ég einhvern hrópa "KAAAÚÚÚHRÍÍÍ" (svona bera Danir fram nafnið mitt), og ég sá að bekkjarsystir mín var fremst í röðinni. Þannig ég og vinur minn fórum bara til þeirra og þess vegna urðum við fremstir á tónleikunum. Og já btw, það voru svona 10.000 áhorfendur!

Liam Gallagher














Oasis














Oasisgaur


Frægir Obama stuðningsmen

Eiginlega allt fræga fólkið hefur stutt Obama í kosningabaráttunni - hérna eru nokkur Obama lög:
Don Omar - Como Se Dice

Jay-Z - My President is Black

Bruce Springsteen

Coco Tea - Barack Obama

MC Yogi - Vote for Hope

Los Dorados Del Norte - Viva Obama


Næsta síða »

Höfundur

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Kári aka. mr cool! Ég blogga um allt mögulegt sniðugt sem mér dettur í hug!

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband