31.8.2008 | 18:54
Please beware of this blog!
Hæhæ,
Í fyrra bjó japönsk stelpa hjá okkur í viku. Hún var dóttir vinnufélaga mömmu. Hún var 16 ára og alveg furðulega lítil! Hún var líka alveg ótrúlega feimin og ég talaði ekki mikið við hana fyrstu dagana. En svo einn daginn tókst mér að koma samtali í gang. Við töluðum um allt mögulegt, hún sagði mér til dæmis frá skólakerfinu í Japan sem er alveg ógeðslega strangt. Hún mætir alltaf klukkan átta og er búin svona fimm og þegar hún kemur heim þarf hún að læra í nokkra tíma. Ég var alveg furðulostinn þegar ég heyrði þetta en henni fannst þetta alveg eðlilegt! Síðan sagði hún mér líka frá tískunni í Japan. Það er greinilega mjög vinsælt í Japan að hafa skiltin á ensku en það heppnast ekki alltaf vel hjá þeim. Ég er hérna búinn að finna nokkur dæmi á netinu:
En hey, ég er farinn að horfa á Dawsons Creek.
Laters.
Athugasemdir
haha fyndið
Berta (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:07
já hehe :P
Kári Gunnarsson, 1.9.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.