16.12.2008 | 13:54
Halló ég heiti Númi
Sæl og blessuð.
Ég hef ekki bloggað mikið síðustu vikurnar, en það hefur verið svooo mikið að gera. Til dæmis var ég að halda fyrirlestur í bekknum í gær, í dag var stærðfræðipróf (mér gekk sæmilega... frekar auðveld dæmi, ég bara notaði ekki tímann nógu vel!), og á morgun á ég að skila ritgerð í samfélagsfræði um "kultur og internationale konflikter"... ég er búinn að skrifa 2.034 orð, en samt er ég bara búinn að svara einni spurningu af tveimur. Á sunnudaginn gerði ég ekkert annað en að lesa um kenningar Huntingtons (clash of civilizations), Fukuyama (end of history) og Khatami (dialogue among civilizations).
Í síðustu viku spilaði ég KM (Københavns Mesterskabet) og varð númer 3 í einliða og 1 í tvíliða. Ég er samt ekki í góðu formi af því ég var með hálsbólgu og hálf lasinn í byrjun desember.
Á föstudaginn var bara chill dagur hjá mér. Mamma og pabbi voru ekki heima þannig ég keypti mér indverskan mat á Karry Sutra og horfði á tvær bíómyndir - Bourne Ultimatum og Syriana... mjög góðar myndir. Í alvöru, þessi matur var svo sterkur að ég fékk tár í augun og svitnaði!!
Á laugardaginn var "holdkamp" og liðið mitt vann! :D Um kvöldið var "Julefrokost" í KBK sem er dönsk hefð. Það er bara svona jólaveisla, oft með hlaðborði. Mjög skemmtileg veisla.
(Takið eftir peysunni sem ég er í)
Hey, hver er búinn að sjá myndbandið frá Bush-viðtalinu í Baghdad þar sem einhver Íraki hendir skóna sína í Bush?
Núna ætla ég að segja ykkur smá sögu frá því sem gerðist í morgun: Í morgun svaf ég eins og STEINN. Allt í einu vaknaði ég við að það var eitthvað sem hristist, og ég hélt náttúrulega að það væri bara vekjaraklukkan mín. Þannig ég fór bara á fætur, en þegar ég var á leiðinni í sturtu leit ég á klukkuna mína og sá að klukkan var bara 06:20 (venjulega fer ég á fætur 07:00-07:20). Þetta fannst mér auðvitað frekar skrítið en ég fór bara aftur að sofa. Svo klukkan sjö hringdi vekjarinn (í þetta sinn for real), og ég fór fram og sagði pabba og mömmu söguna um að ég hefði óvart vaknað klukkan 06:20. En svo sögðu þau að þau hefðu líka vaknað á sama tíma við að eitthvað hristist - þau sofa ekki eins fast og ég! Þau héldu að þetta hefði bara verið eitthvað í húsinu, en svo þegar við föttuðum að við hefðum öll fundið fyrir þessu hugsuðum við að þetta hefði ekki getað verið bara í húsinu (herbergið mitt er í öðrum enda íbúðarinnar). Við fórum þess vegna á netið og tékkuðum politiken.dk, og við sáum að klukkan 06:20 hefði verið jarðskjálfti 4,7 á ritcher. Núna vitið þið hvað ég sef fast! Ég sef svo fast að ég held að það sé vekjaraklukkan sem er að hringja þegar er 4,7 jarðskjálfti!
Áðan fann pabbi lista yfir nöfn sem mamma og pabbi voru að spá í að láta mig heita.
Andri
Atli
Bergur
Bjarki
Bolli
Flosi
Gauti
Ívar
Kári
Númi
Sturla
Stelpunöfn:
Áróra
Auður
Bylgja
Íris
Nanna
Tinna
Know what? Ég held að ég sé bara mjööög ánægður með Kári!!! Ég meina hvernig væri að heita Flosi, Gauti, Númi, eða Sturla? Strákar viljið þið segja fyrir mig upphátt "Halló, ég heiti Flosi!" og stelpur, "Hæ, ég heiti Áróra Bylgja!"... OMG!
Núna held ég að þurfi að fara að klára ritgerðina mína! Vitið þið hvað ég hlakka mikið til að vera kominn í frí? Jesus.
Jæja, sjáumst á laugardaginn! Peace out brovas & sistas!
Athugasemdir
ég er buinn að vera í frí í viku
Egill (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:41
ú ég á líka svona peysu ;) en já ég er búin að gera ekki neitt í 5 daga... mjög nice :)
Hanna (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:26
hehe djö væri leiðinlegt að heita bylgja í danmörku:)
katrín atladóttir, 16.12.2008 kl. 19:18
já haha... Sturla væri líka slæmt!!
Kári Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 20:47
ég átti svona peysu ( er þetta ekki peysan sem við fengum áður en við fórum til tyrklands?) ég henti henni hún var óþægileg
Egill (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:21
jú... og jigga what? hentiru henni? geðveikt flott peysa!!
Kári Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 22:42
hún er litill og mér finnst hún óþægileg eitthvað barn í fátækra ríkjunum fær hana og heldur að hann/hún sé í peysu sem frægur landsliðsmaður átti
Egill (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:08
þú ert frægur landsliðsmaður, egill!!
Kári Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.