19.1.2009 | 00:18
Allt mögulegt
Blessuð öll sömul, eins og flestir vita er ég í þessum töluðu orðum á Íslandi, en fer heim á morgun. Það er búið að vera mjög gaman! Ég kom á fimmtudaginn í seinnipartinum og fékk mér náttúrulega strax flatköku með hangikjöti, djúpur, þrista, abtmjólk og kristallplús. Um kvöldið fór ég á æfingu hjá honum Huang, og síðan fór ég upp í laugardalslaug að hjálpa við undurbúninginn undir opnunaratriðið. Þegar við vorum búin, fórum við að fá okkur ís - ég get ekki mælt með appelsínukúluísnum í ísbúðinni í faxafeni. Á föstudaginn vaknaði ég snemma og fékk mér hafragraut með afa. Síðan fór ég í kringluna að kaupa tannbursta og nærbuxur, hehe! Um kvöldið var fjörfjör - klukkan sjö var setning í laugardalslauginni, þegar hún var búin fórum við krakkarnir á rizzo og síðan heim til mín í afmælisveislu (sem var frá 5-8, með blöðrum og kökum og pakkaleikjum og stóladans). Í gær byrjaði mótið og ég rústaði öllum. Um kvöldið var kvöldvaka í TBR - Ívar var in charge og hann brilleraði algjörlega. Í dag var mótið búið og ég rústaði öllum, Í kvöld var lokahátíðin og ég fékk að kyssa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á kinnina, sem var ljúft. Like totally basically made my day. Og fyrir alla þá sem vita það ekki: ÉG KEM AFTUR TIL ÍSLANDS 29. JAN... JIBBÍ!!!
Fréttir:
Salóme á afmæli í dag. Til hamingju! ;)
Obama tekur við embætti á morgun.
Brjáluð átök á Gaza. Við viljum fá frið!!! :)
Peace out (L)
Athugasemdir
takk fyrir það kárster :)
Salóme (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:27
vá ég var einu sinni meistari í stóladansi.... en góða ferð heim keppz
Kári Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 00:43
já sæælll !!! kommentið fyrir ofan er ekki frá kára heldur hönnu !!!! sorry kári þú varst bara ennþá loggaður inná blog.is í tölvunni hér heima ! :o
hahha þetta var nú soldið skondið:´D
Hanna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:44
haha hanna stúbit ;D en já þessi dvöl þín hér á klakanum er svo sannalega búin að vera ljúf :D hlakka til þegar þú kemur aftur ;)
berta (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:57
Takk frændi! og já þetta er svo sannarlega búin að vera yndisleg ferð!
Kári Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 18:59
neihh nýtt lúkk .. lýst vel á þetta :D
Berta (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.