21.1.2009 | 23:47
Mr. President
Sæl og blessuð,
Það var sögulegur atburður þegar Barack Obama tók við embætti Bandaríkjaforseta í gær. Eins og hann sagði sjálfur í ræðunni sinni: "This is the meaning of our liberty and our creed -- why men and women and children of every race and every faith can join in celebration across this magnificent Mall, and why a man whose father less than 60 years ago might not have been served at a local restaurant can now stand before you to take a most sacred oath." Ég er alla vega stoltur af því að geta sagt að ég horfði á þetta allt í beinni útsendingu - eftir 50 ár verður það örugglega eins virðulegt og að geta sagt að maður hafi séð ræðuna hans Martin Luther King jr.'s.
Takið eftir biblíunni sem Obama heldur á, Abraham Lincoln átti hana og hún hefur ekki verið notuð síðan hann svarði eið! Eitt annað sem er athyglisvert - samkvæmt GQ Magazine - er bindið hans Obama. Obama hefur greinilega ekkert notað rautt bindi í kosningabaráttunni af því að það er litur repúblikanana.
Ég er búinn að fylgjast með kosningunum í rúmt ár, þess vegna var mjög gaman að sjá þetta allt ganga upp. Þetta voru stórkostleg athöfn, og það voru líka rosalega margir frægir viðstaddir (þeas. frá Hollywood, og úr pólitíkinni)! Ég sá meðal annars Jay-Z, Jesse Jackson, Oprah, Samuel L. Jackson, Dustin Hoffman, John Cusack, Stewie Wonder, Wyclef Jean... Svo voru náttúrulega allir gömlu forsetarnir, og allt mikilvæga fólkið.
Frá vinstri: Magic Johnson (gamall körfuboltaspilari, þið þekkið hann kannski frá Kanye West laginu Can't Tell Me Nothing - "you can live through anything if Magic made it" - þetta var fróðleiksmoli dagsins), Gavin Newsom borgarstjóri San Fransisco, Arnold Schwarzenegger fylkisstjóri Californíu, og Kevin Johnson (líka gamall körfuboltaspilari, en nú er hann borgarstjóri Sacramento)
Í gær hefur verið nóg að gera hjá Obama: um morguninn fór hann í St. John's kirkju, eins og er hefð hjá nýjum forsetum. Síðan var náttúrulega hátíðleg athöfn þar sem hann og Joe Biden svörðu eið, og svo var skrúðgangan. Um kvöldið fóru the Obamas á ótal böll! Á þessum böllum sungu meðal annars Beyoncé, Wyclef Jean, Common, Sting og Stevie Wonder.
Aretha Franklin að syngja. Rolling Stones Magazine kaus hana sem bestu söngkonu heims!
Ég las áhugaverða grein um ræðuritarann hans Obama í dag. Hann heitir Jonathan Favreau og er bara 27 ára! Hann verður yngsti "chief White House speechwriter". Þegar ég var búinn að lesa greinina fór ég á Facebook og fann hann þar - ég varð fan númer 27, haha! Svo skoðaði ég vini hans á facebookinu hans (hann á 609), og þeir voru allir einhverjir congressmen eða Ivy League-graduates. Síðan fór ég í "six degrees of seperations"-applicationið, og sá að ég þekki hann í 6. lið! Þeas. ég þekki einhvern, sem þekkir einhvern... sem þekkir hann skiljið þið?
Jæja, núna er (loksins?) kominn nýr forseti í USA. Það var alla vega tilfinningaþrungið augnablik þegar Bush kvaddi Obama, og fór upp í þyrluna sína!
Karlarnir að knúsast rétt áður en Obama tekur við embætti.
Rahm Emanuel (chief of staff) var greinilega feginn að fá Bush út úr Hvíta Húsinu!
Time Magazine gerði stutta myndasögu um Bush. Ég mæli með að þið horfið á hana: http://www.time.com/time/photoessays/2009/photographing_bush/
Nú eru margir sem eru að pæla í hvernig eftirmæli hans Bush verði. Bush bendir á Truman og segir að hann hafi verið með eins lágan approval rating, en að fólk smám saman hafi viðurkennt hann. Aðrir segja hann sé einn versti forseti allra tíma.
Vertu sæll, Bush!
Það eru margir sem efast um að Obama geti bjargað efnahagsmálunum í USA og allt það. En þá segi ég bara eins og afi (bjartsýnn, en klókur maður) minn sagði mér um daginn: öll él birta upp um síðir!
Peace,
KáriGunn.
Athugasemdir
vá ég varð bara að kommenta á þetta blogg.... alveg dásamlegt og skemmtilegt ! :D en já ég var einmitt í dönsku í síðustu viku og við vorum að lesa e-ð á netinu frá Ekstra Bladet um að það væri hægt að veðja á fullt af hlutum í sambandi við Obamba... t.d. hvort hann yrði með rautt eða blátt bindi þegar hann tæki við embættinu. Ég giskaði á rautt (Y)
En líka Aretha Franklin var mjög töff.... með RISA slaufu í hárinu ... :) haha :D
Hanna (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:00
já einmitt, hehe! :D
Kári Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.