8.2.2009 | 00:48
gestablogg Hönnu
Kæru landsmenn!
Ég heiti Jóhanna Jóhannsdóttir, en þið þekkið mig eflaust sem Hönnu Joð :) Ég fékk að skrifa gestablogg hérna á blogginu hans Kára vinar míns:D
Nú er ég stödd heima hjá Rakel en ég keyrði til hennar alveg sjálf með mömmu reyndar í framsætinu við hliðina á mér að svara í símann minn fyrir mig. Mér leið eins og einhverjum frægum sem þarf að hafa einhvern með sér all the time til að svara í símann fyrir sig. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólk getur talað og keyrt á sama tíma, það er eitthvað sem ég held að ég geti ekki gert fyrr en eftir svona 5 ár í fyrsta lagi. Þannig mamma sat í framsætinu og svaraði í símann minn þegar berta hringdi... tvisvar :) hún var nebbla með spennukast því ég var búin að búa til afmæliskort fyrir Kára og Elín og Berta voru búnar að prenta út fullt af myndum og setja og raða fallega í ramma til að gefa kára í afmælisgjöf. Þess vegna var berta svo spennt að fá mig til að við gætum nú gefið kára gjöfina en ekki falið hana undir rúmi heima hjá rakel. Svo þegar ég kom þá tóku á móti mér stelpurnar og píkuskrækirnir voru hrikalegir og það liggur við að ég sé enn með svona "bregðutilfinningu". En síðan gáfum við kára gjöfina og hann var mjög ánægður með hana.. hún er líka MEGA flott :D hann fékk líka svona 2 kíló af djúpum sem voru settar oní Ralph Lauren snyrtitösku. Og Kári, við erum búnar að finna rétta staðinn þar sem þú getur sett rammann: ramminn á vera á veggnum á móti rúminu þannig ef þú saknar okkar babbó krakkana voða mikið þá leggstu bara uppí rúm og horfir beint fram... og þá blösum við bara við þér !!! :D
en heyriði, þetta er orðið of smáatriðalegt blogg. Mig langar bara að segja að á morgun er stefnan sett á Bláfjöll. Þar á að skíða (já og bretta nökkvi) og fá sér kakó og kannski súkkulaði og franskar og brauð með eggjum... já þetta er klassískur skíðamatur.
En takk kári fyrir að leyfa mér að blogga hér :)
yfir og út. kv. hanna:D
Athugasemdir
haha ég var svo spennt :'D
berta (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.