Leita í fréttum mbl.is

Busy vika

Sælir,

Það er búið að vera ÓENDALEGA mikið að gera í þessari viku. Á sunnudaginn fór ég í Oscar-Night með vinum mínum í Imperial Bio. Það var dásamlegt.
img_0546_802380.jpg
















Við mættum klukkan 23.30, og það var rauðar dregill inní bíóið þar sem var boðið upp á kampavín og allt mjög fínt. Það var búið að setja upp tv-stúdíó þarna fyrir framan salinn (það er bara einn STÓR salur í Imperial) sem átti að senda í beinni útsendingu alla nóttina - Hans Pilgaard var host (hann var einu sinni host í danska "viltu vinna milljón", og er með allskonar talkshows í DK), og meðal gestanna voru Iben Hjele (dönsk kvikmyndastjarna) og skólastjórinn í European Film College.
Klukkan 00:00 fórum við inní salinn og á leiðinni inn fengum við svona goodie-bag með nammi og chips, og gosi í. Það var byrjað á því að sýna Slumdog Millionaire (sem vann Best Film), og hún var mjög skemmtileg, en þetta var ekki svona dæmigerð mynd sem vinnur Oscars verðlaun. Þegar myndin var búin svona rúma 02:00 var smá pása, og við fórum aðeins út að fá okkur frískt loft. Í hléinu var líka boðið upp á kaffi og fleira. Klukkan svona 02:15 var byrjað að sýna live frá athöfninni í Hollywood. Svo þegar þetta var allt búið klukkan svona 06:00 gat maður fengið sér bollur á leiðinni út. Ég fékk mér eina og svo heim með lest og beint í háttinn!
img_0529_802381.jpg
















Á þriðjudaginn var ég að keppa í úrslitarumferðinni í skólabadmintonmótinu. Við töpuðum á móti einhverjum Team Danmark-skólum (badminton skólar), en það var alveg fínt þar sem við erum þá besta non-badminton skóli Danmerkur. Efir alla þessa leiki var ég alveg búinn og ég var með harðsperrur í 2-3 daga!

Annars er ég búinn að vera að læra nonstop fyrir stærðfræðiprófið sem ég var í í dag. Það gekk líka alveg ágætlega, nema að ég uppgötvaði strax á eftir að ég var búinn að ég var búinn að klúðra tveimur dæmum. Í dag fór ég líka í svona MAX-test í ræktinni, og það gleður mig að segja að mér hefur farið töluvert fram!

PEACE.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe þú ert alltaf eitthvað að lyfta, á maður von á þér helmössuðum næst þegar maður sér þig? :) hehe :D

Hanna (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Kári Gunnarsson

nope!

Kári Gunnarsson, 28.2.2009 kl. 00:35

3 identicon

mmm fíla þetta goodie-bag :D

berta (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Kári aka. mr cool! Ég blogga um allt mögulegt sniðugt sem mér dettur í hug!

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband