27.10.2008 | 00:59
Sleepless in Copenhagen
ORGH MAAAN,
Klukkan er 01:30, en vetratíminn var að byrja þannig klukkan er eiginlega 02:30, og ég get EKKI sofnað. Ég er búinn að liggja í rúminu í svona 2 klukkustundir. Ég hlusta alltaf á tónlist þegar ég er að sofna en það er ekki að virka. Ég er búinn að hlusta á 3 diska eða eitthvað, og svo er ég líka búinn að reyna að lesa.
Jæja, kannski ég segi bara frá helginni minni. Á fimmtudaginn var ég að hanga með Taus og við vorum bara eitthvað að spjalla og þannig. Svo horfðum við líka á Gossip Girl. LoL. Núna erum við báðir hooked. Klukkan svona níu fórum við á kaffihús að hita einhverja krakka úr bekknum. Það var bara gaman. Tíhí.
Á laugardaginn vaknaði ég klukkan svona eitt og fékk mér pizzu. Svo fór ég að horfa á Denmark Open. Peter Gade var að spila við Kenneth Jonassen og hann rústaði honum. Kenneth meiddist reyndar. Klukkan svona 3 fór ég út í körfu í fyrsta skipti í 3 vikur. Ég er nefnilega búinn að vera meiddur, en ég ætla líka að byrja að æfa badminton aftur á þriðjudaginn. En vá hvað var gaman að hreyfa sig aftur. Um kvöldið voru gestir. Fyrrverandi vinufélagi mömmu og fjölskylda hennar. Ég fór reyndar í afmælisveislu hjá Japhet og Jeppe klukkan svona 9. Fjör fjör.
Í dag er ég bara búinn að gera heimavinnu og eitthvað svoleiðis. Annars er ég búinn að vera í Guitar Hero með Agli - ég er kominn í medium level. Um kvöldið kom Taus og við fórum aftur að horfa á Gossip Girl. ÓMÆGAAAD XOXO. Við fórum líka í herbergiskörfu og horfðum á "VH1s top 100 hip hop list".
Hey, Jay-Z ætlar að gefa út nýja plötu. Blueprint lll.
Holla.
S**t, stærðfræði eftir 6 tíma.
Athugasemdir
ég skal vekja þið fyrir hádegi um næstu helgi, þá er auðveldara að sofna á kvöldin.
mamma (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.