Leita í fréttum mbl.is

Dis&dat

Jæjajæjajæja...

Nú er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast og margt hefur gerst bæði hjá mér og í heiminum. Allt er í góðu í köben og ég er í góðu skapi. Síðustu dagana hef ég horft á nokkrar mjög góðar bíómyndir, búinn að skrifa ritgerðir fyrir skólann, og svo er ég búinn að æfa badminton og körfu.

Á miðvikudaginn var ég að keppa með skólaliðinu mínu. Við kepptum við Öregård Gymnasium, Tårnby Gymnasium og Metropolitan Skolen og við unnum þá alla. Að sjálfsögðu. Þetta þýðir þá að við komumst áfram og eigum líklega að keppa aftur annað hvort í desember eða janúar.
Á föstudaginn var jólaveisla í skólanum. Klukkan svona 19 hittumst krakkarnir úr bekknum mínum heima hjá stelpu sem heitir Therese. Við hlustuðum á jólatónlist og sumir fengu sér pizzu og það var bara frekar chill. Síðan klukkan svona 21 fórum við í skólann. Fínt kvöld bara.
Á laugardaginn spilaði ég "holdkamp" í KBK. Ég vann einliðaleikinn minn auðveldlega og tapaði tvíliða 21-19 í odda. Liðið mitt tapaði því miður. :/ Um kvöldið vorum við familian að skreyta íbúðina og við gerðum svona jóla-"decorations". Eftir það var ljúfengur Thanksgiving matur og síðan fór ég heim til Victors að hitta hann, Taus og Johan... Fór heim svona 03:30 :O Ég er svo mikill næturhrafn.

Síðustu þrjá dagana er ég búinn að horfa á þrjár biómyndir. Rescue Dawn, City of God, og 3:10 to Yuma. Ótrúlega góðar myndir. Ég ELSKA Christian Bale. Hann er svo mikill SNILLINGUR.

Í dag er 1. des. en ég er samt ekki alveg í jólaskapi. Hmm. Ívar Odds á afmæli eftir 11 daga og ég á afmæli akkúrat mánuði seinna. Eftir 20 daga fer ég til Íslands. Eftir 24 daga er aðfangadagskvöld. Eftir 31 daga er gamlárskvöld. Eftir mánuð og fimm daga fer ég heim til DK. Eftir mánuð og 17 daga fer ég aftur til Íslands. Eftir 2 mánuði fer ég enn einu sinni til Íslands. Heheh. Þannig ég verð pretty busy b.
Ég hlakka mjög mikið til að fara til Íslands og ég er alveg viss um að það verði fjör. Tihi.

Núna ætla ég að fara að sofa. Góða nótt. 

Cheerio lads & laddies.
bale


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vill benda á villu: Eftir 24 daga er aðfangadagskvöld. Eftir 21 daga er gamlárskvöld.

egill (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Kári Gunnarsson

jepp hehe... verðuru ekki í bænum þá?

Kári Gunnarsson, 1.12.2008 kl. 23:18

3 identicon

já flott blogg kári :D komin tími til:) en langaði bara að segja að eftir 10 daga er ég komin í jólafrí :D:D

Hanna (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Kári Gunnarsson

tsk... heppin! eftir 16 daga er ég kominn í frí!

Kári Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 11:36

5 identicon

ég er kominn í frí eftir 8 daga, ég verð ekki í bænum á gamlárskvöld.

egill (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:46

6 Smámynd: Kári Gunnarsson

iss af hverju ekki? verðuru ekkert í bænum um jólin?

Kári Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 14:13

7 identicon

nei örugglega ekki, örugglega bara þegar landsliðsæfingarhelgin verður

egill (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:15

8 Smámynd: Kári Gunnarsson

svekkjandi!

Kári Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 20:34

9 identicon

Verður ekki gert eitthvað skemmtilegt hjá Bertu á gamlárskvöld? :D

Kjartan (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:32

10 Smámynd: Kári Gunnarsson

Kjartan!! gaman að sjá þig hérna! :D en jú, ég væri game - ég held samt ekki að berta sé game! en hefur hún eitthvað að segja í þessu? held ekki! en eitt er fo sho: we're gonna have fuuun in the sun!
Much love.
K.

Kári Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 18:02

11 identicon

Ertu eitthvað að spila þarna í DK ?? basket of course

Ég er nefninlega að fara að stúta þér næsta sumar í b-ball

Double D (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 03:12

12 Smámynd: Kári Gunnarsson

já ég er í skólaliðinu og pff helduru virkilega að þú eigir séns í mig? það er sko ekki nóg að vera með double d á móti mér! en getum við ekki spilað inni einhverstaðar núna um jólin?

Kári Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 10:25

13 identicon

En ertu að spila eitthvað ?

Ég veit kannski um einn eða tvo staði, ég skal tjekka á þeim

Double D (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:17

14 Smámynd: Kári Gunnarsson

já það er æfing einu sinni í viku í skólanum... það væri awesome ef við gætum spilað inni!

Kári Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 13:48

15 identicon

nenni ekki að vera alltaf heima hjá mér!!!

Berta (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Kári aka. mr cool! Ég blogga um allt mögulegt sniðugt sem mér dettur í hug!

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband