3.1.2009 | 00:22
Áramótin
Sæl og blessuð,
Fyrst og fremst ætla ég að óska ykkur öllum gleðilegs árs og segja takk fyrir það liðna! Áramótin voru nú ósköp róleg hjá mér: Ég vaknaði og fór að horfa á The Man Who Wasn't There, síðan fór ég í boð hjá ömmu minni og afa (Það var ljúffengur kalkún í matinn og góður ís í desert), svo fórum við heim að horfa á skaupið og sprengja, og að lokum fór ég heim til Bertu að hitta TBR fólkið. Hjá Bertu fórum við í Singstar og Guitar Hero - ég vann mömmu hennar Bertu í Singstar! Við sungum Smells Like Teen Spirit, og það var alveg æsispennandi leikur.
En hvað voruð þið að gera á gamlárskvöldi? Ef þið eruð algjörir nördar þá veit ég hvað þið gerðuð:
En hey, ég rakst á svolítið spes á netinu: Í London, sem er venjulega ein busyasta borg í Evrópu, er engin á ferðinni á jóladegi! Allir bara inni að borða eða opna pakka. Hérna eru myndir frá meðal annars Picadilly Circus og Oxford Street:
Takk fyrir samveruna núna um jólin og sjáumst aftur 15...
Hádídúdí.
Athugasemdir
já áramótin mín voru eins og myndasagan ;)
berta (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:25
ég legg til að þú bloggir aðeins um kommentara ársins.. ehemm sem er ég !!! hehh :D og vinsamlegast settu sætar myndir í leiðinni ;)
berta (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:35
fínt blogg... og Berta mín... þetta verður hörð keppni 2009 um kommentara ársins !
Hanna (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:15
já flott blogg, og takk fyrir ótrúlega skemmtilegt jólafrí :D og ég ætla að vera með í þessari keppni sko ;)
Elín (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:48
elín þú átt ekki sjens í þessa keppni .. og já hanna bring it on!!!! ;)
berta (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.