Leita í fréttum mbl.is

Ferðasaga og margt fleira

Komið þið blessuð og sæl yndislegu lesendur,

Eins og flestir vita hef ég verið á klakanum síðustu tvær vikur. Dvöl mín þar voru hrikalega ljúf. Ég kom 30. janúar til að keppa í deildarkeppninni, en ákvað svo að breyta flugmiðanum af því að það var búið að aflýsa svo mörgum tímum í skólanum fyrir vetrafríið. Um helgina var ég sem sagt að keppa í Deildó. Ég keppti í meistaraflokki og var í liðinu TBR-Z (það eru svo margir í TBR að það varð að skipta þeim upp). Í liðinu mínu voru Katrín, Sunna, Hanna María, Valli, Njörður og Atli - við stóðum okkur vel, nema það að Sunna var veik á sunnudeginum þannig að við þurftum að gefa 2 leiki (skil ekki alveg af hverju við fegnum ekki að fá varamann?).

Þegar deildarkeppnin var búinn var fjörið nú ekki búið. Síðustu vikurnar hef ég slappað af (að meðal tali hef ég sennilega sofið 9 tíma á dag), ég hef hitt eiginlega allt frændfólkið og alla vini mína, farið á Bæjarins Beztu (hefð), farið þrisvar í bíó, síðan hef ég farið alveg hryllilega mikið í sund! Síðustu dagana hef ég líka drukkið óvenjulega mikið te. Mamma kom með ÓTRÚLEGA gott te um jólin, og amma á svo gott hunang! Ívar er líka orðinn hooked á þessu, og við erum búnir að chilla ferlega mikið saman.
Flugið heim var þægilegt og rólegt - ég var í vél með nýjum sætum, þannig að ég horfði á "I, Robot". AW HELL NO!

Eins og alltaf þegar ég er á Íslandi er ég búinn að horfa á þokkalega mikið NBA TV. T.d er ég búinn að horfa á heimildarmyndir um Charles Barkley og Dominique Wilkins aka. The Human Highlight Film!
magic

















Já, ég er búinn að hafa það gott! :)

_________________________________________________________________

Fréttir úr heiminum:

  • Mohammed Khatami, fyrrverandi forseti í Íran ætlar að bjóða sig fram aftur núna í sumar (kosningar eru 12. júní). Khatami er vinstri sinnaður og er eiginlega andstæða Ahmedinejad. Þannig þetta eru mjög mikilvægar kosningar - ef Khatami vinnur mun Íran sennilega opnast og verða eitthvað fúsara til samvinnu með bandaríkjamönnum. MESSAGE TO KAVEH MEHRABI: VOTE FOR MOHAMMED KHATAMI. Sénsinn að Kaveh nennir að lesa bloggið mitt á íslensku.
  • Obama lenti í einhverjum vandæðum út af skatasvindli hjá heilbrigðisráðherranum sínum, Tom Daschle. Núna er Obama að reyna að koma einhverju svakalegu skattaplani í gegn, en hann þarf að fá 60 senators til að kjósa JÁ fyrir þessu plani. En það eru bara 58 demókrataískir senators, þannig að Obama verður að sannfæra alla vega 2 repúblikana til að kjósa líka JÁ.
  • Eftir kosningarnar í Ísrael er ringulreið. Hver vann eiginlega?

Um daginn horfði ég á mjög góða hollenska heimildarmynd um old school hiphop. Big Fun in the Big Town. Haha, hvað það er asnalegt nafn! Alla vega, allt var tekið upp 1986, og það var meðal annars vital við LL Cool J, Grandmaster Flash, Doug E Fresh, Run DMC, Ice-T og Russel Simmons. Þig getið horft á hana hérna: http://www.videosift.com/video/Big-Fun-in-the-Big-Town-historical-Hip-Hop-documentary
Þegar var tekið viðtal við Ice-T var hann að hlusta á Jimi Hendrix lag, og hann sagði að Jimi Hendrix væri ein áhrifaríkasta fyrirmynd hans. Ég hef aldrei hlustað mikið á Jimi Hendrix, en eftir þetta fór ég á youtube og hlustaði á nokkur lög og ég verð að segja að Jimi karlinn er bara helvíti góður! Ég ætla að ljúka þessu bloggi með uppáhalds Jimi Hendrix laginu mínu, Hey Joe. Hérna er hann að spila á Woodstock 1969:

Jimi Hendrix dó ári seinna þegar hann var 27 ára (eins og svo margir aðrir: Jim Morrison, Kurt Cobain, Otis Redding, Janis Joplin)

En ég er farinn að gera eitthvað skemmtilegt!

Fyrir þá sem sofa um nóttina, segi ég bara buenas nochas chicas!

PEACE OUT!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegt blogg:) ég verð að fá að smakka þetta te einhvertíman hjá þér... ívar hefur dásamað það mikið :)

Hanna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Kári Gunnarsson

já gleymdi að segja: ég fór líka á skíði með nökkva, hönnu og elínu! og takk fyrir góða tíma öll sömul. sjáumst fresh á íslandsmótið!

Kári Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 22:49

3 identicon

Jimi is a star, fo real!

Amanda S. (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:36

4 identicon

næs blog.. las samt bara ferða söguna.. hehe hitt er ekkert fyrir minn mekk ;) en já æ hír jú

Berta (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:16

5 identicon

smekk * heeh

Berta (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 15:17

6 Smámynd: Kári Gunnarsson

Berta, þú átt líka að lesa hitt! ég skrifa alltaf smá news fyrir þig (og alla sem fylgjast ekki með í fréttum), af því ég veit að þú lest ekki fréttir. þar sem þú lest hvort sem er bloggið, getur þú alveg eins lesið fréttirnar líka ;)

Kári Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 16:09

7 identicon

eeee æjj veit ekki .. en hey ég las um daginn grein um obama :) mjög stolt af því hehe :D en já ég skal taka mig á

Berta (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Kári aka. mr cool! Ég blogga um allt mögulegt sniðugt sem mér dettur í hug!

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband