Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Why so serious?

Jæja... 

Í gær fór ég loksins á The Dark Knight og ég get sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Enda er hún númer 1 á IMDB.com!!!

Myndin fjallar um hetjuna Batman aka Bruce Wayne. Christian Bale leikur Bruce Wayne sem er milljónamæringur sem bjargar Gotham City frá vondu körlunum! Svo er auðvitað The Joker sem er leikin af Heath Ledger. Heath Ledger sem dó í janúar 28 ára gamall, túlkar þetta hlutverk alveg ótrúlega vel og færir okkur djúpan og kuldalegan karakter!

Maður var aðeins farinn að spá hvort myndin væri orðin svona vinsæl af því að Heath Ledger var að deyja!? En The Dark Knight stóðst allar væntingar og vel það! Þessi mynd er bara algjört meistaraverk - stórkostlegt handrit, frábær leikstjóri, æðislegir leikarar!!!

The Dark Knight er geðveikt góð mynd og hiklaust besta mynd ársins! Ég mæli með að allir sem hafa ekki séð hana fari á hana undir eins!

Að lokum hef ég bara eitt að segja - "Why so SERIOUS?"

Rest in peace Heath Ledger! 

Kári. :-)


Awesome

What up?
Ég ætla að byrja á því að kynna sjálfan mig. Ég heiti Kári og ég er totally awesome. Ég er 17 ára og bý í Kaupmannahöfn sem er fínt. Ég er búinn með eitt ár í menntó og á tvö eftir! Foreldrar mínir eru bæði eðlisfræðingar og bræður mínir eru 10 og 13. Sá sem er 10 heitir Egill og er algjör píanó-snillingur, og sá sem er 13 heitir Ívar og er Badminton-snillingur. Ég spila líka sjálfur badminton en er bara svona rétt að læra það og ég ekki nærri því eins góður og Ívar. Annars er ég líka mikið í körfu en ég æfi það ekki. Ég er svo street! Það er eitt sem allir verða að vita um mig og það er: ÉG ELSKA BÍÓMYNDIR OG TÓNLIST!!!
Uppáhalds leikararnir mínir eru:

Christian Bale

Denzel Washington

Bobby De Niro

Góði gamli Al Pal

Edward Norton

Brad Pitt

Ég er örugglega að gleyma einhverjum og ef svo stendur til látið mig þá bara vita!

 

Ég hlusta mikið á tónlist! Þar á meðal:

Old Skool Hip Hop (De La Soul, Eric B. and Rakim, Gang Starr, A Tribe Called Quest)

Hip Hop (Mos Def, Nas, Jay-Z)

Jazz (Duke Ellington, Billie Holliday, Louis Armstrong)

Píanó (Mozart, Beethoven, Bach)

Rock (Red Hot Chili Peppers, Muse, Queen, Franz Ferdinand)

Markmiðið mitt með þetta blogg er að blogga um allt mögulegt og reyna að blogga nokkru sinnum í viku. Stundum á ég kannski eftir að blogga á dönsku, þýsku eða ensku af því að ég er mr. international!

 

Have a nice day folks!

Btw, uppáhalds liturinn minn er BLÁR! 

 

 


Höfundur

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Kári aka. mr cool! Ég blogga um allt mögulegt sniðugt sem mér dettur í hug!

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband