Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
9.1.2009 | 17:46
Christiano Ronaldo rétt slapp
Jæja stelpur,
ef Christiano Ronaldo býður ykkur einhvern tímann út á date, þá myndi ég ekki láta hann keyra bílinn. Svona leit bíllinn hans út í gær eftir að hann var búinn að vera í bíltúr:
No worries, hann er ómeiddur!
Laters!
Íslenska | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2009 | 22:39
Besta körfu mynd allra tíma!
Myndin fjallar um Jesus Shuttleworth (Ray Allen) sem er "all-american" high school körfuboltaspilari, en þegar hann er á síðasta ári í menntaskóla þarf hann að velja sér háskóla. Pabbi hans Jesus (Denzel Washington) er í fangelsi og á 15 ár eftir - en fylkisstjórinn ætlar að leyfa honum að sleppa fyrr ef hann getur sannfært son sinn um að fara í einhvern ákveðin skóla. Góð mynd og fyrir þá sem hafa ekki séð hana: kaupið hana, leigið hana, eða horfið á hana í 16 hlutum á youtube! Aðrar góðar körfumyndir: Hoosiers, Hoop Dreams, Love and Basketball, Coach Carter.
Íslenska | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2009 | 21:35
Nýir strætóar í London
Ao,
voruð þið búin að frétta að það er komið nýtt strætódesign í London. Aston Martin vann keppni um að fá að hanna strætóana. Svona eiga þeir að lýta út:
Ég las einhver staðar að það ættu að vera komnir 50 nýir strætóar árið 2011. Ætli þeir reyna ekki að ná þessu fyrir ÓL?
KG.
Íslenska | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 17:01
Gamlar Nike auglýsingar
Hæhæ,
fyrir þá sem fíla körfu og Nike kicks, eru hérna nokkrar eldgamlar (sirka 20 ára) Nike auglýsingar með Spike Lee og Michael Jordan:
Ég elska þessar auglýsingar! Spike Lee aka Spizike Lee er nátúrulega algjör snillingur (fyrir þá sem þekkja hann ekki: hann er frægur leikstjóri og hefur leikstýrt margar góðar myndir, meðal annars Inside Man, Do the Right Thing, Malcolm X og He Got Game. Þar að auki er Spike Lee die-hard New York Knicks aðdáandi!) og Michael Jordan er örugglega besti körfuspilari allra tíma! Mars Blackmon er karakter úr Spike Lee mynd sem heitir She's Gotta Have I, og í auglýsingunni er hann eins og í myndinni "an immature, annoying, Brooklyn-loving, sports-loving, die-hard New York Knicks fan"!
Fyrir þá sem skildu ekki þetta outfit í fyrra á áramótaæfingunni:
Skiljið þið þetta núna? ;)
Peace!
Íslenska | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2009 | 21:07
Klikkun
Yo,
Adam Kimmel, sem er fatahönnuður frá New York, bjó til geðveikt video. Tveir skaterdudes, Noah Sakamoto og Patrick Rizzo (eins og pizzustaðurinn, hehe), bruna niður brekku í LA í Adam Kimmel jakkafötum. Þetta hlýtur að hafa verið drullu hættulegt!!
http://www.adamkimmel.com/ - athugið að það er hægt að horfa á þetta í HD (ég mæli samt ekki með því ef þið eruð með hæga tengingu)
Sjáumst eftir 10 daga!
Kári Gunn.
Íslenska | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 22:08
Fyrsta afmælisgjöfin
Hæ öll sömul,
Ég var að koma heim. Flugið var fínt - ég svaf og las. Eftir akkúrat viku á ég afmæli og í dag fékk ég fyrstu afmælisgjöfina mína, sem var ótrúlega flott úr frá ömmu minni og afa.
Íslenska | Breytt 5.1.2009 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2009 | 00:22
Áramótin
Sæl og blessuð,
Fyrst og fremst ætla ég að óska ykkur öllum gleðilegs árs og segja takk fyrir það liðna! Áramótin voru nú ósköp róleg hjá mér: Ég vaknaði og fór að horfa á The Man Who Wasn't There, síðan fór ég í boð hjá ömmu minni og afa (Það var ljúffengur kalkún í matinn og góður ís í desert), svo fórum við heim að horfa á skaupið og sprengja, og að lokum fór ég heim til Bertu að hitta TBR fólkið. Hjá Bertu fórum við í Singstar og Guitar Hero - ég vann mömmu hennar Bertu í Singstar! Við sungum Smells Like Teen Spirit, og það var alveg æsispennandi leikur.
En hvað voruð þið að gera á gamlárskvöldi? Ef þið eruð algjörir nördar þá veit ég hvað þið gerðuð:
En hey, ég rakst á svolítið spes á netinu: Í London, sem er venjulega ein busyasta borg í Evrópu, er engin á ferðinni á jóladegi! Allir bara inni að borða eða opna pakka. Hérna eru myndir frá meðal annars Picadilly Circus og Oxford Street:
Takk fyrir samveruna núna um jólin og sjáumst aftur 15...
Hádídúdí.
Íslenska | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2009 | 05:22
Gleðilegt ár!
Íslenska | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)