Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Christiano Ronaldo rétt slapp

Jæja stelpur,

ef Christiano Ronaldo býður ykkur einhvern tímann út á date, þá myndi ég ekki láta hann keyra bílinn. Svona leit bíllinn hans út í gær eftir að hann var búinn að vera í bíltúr:

bíll













No worries, hann er ómeiddur! Wink

Laters!


Besta körfu mynd allra tíma!

He Got Game er klárlega besta körfumynd allra tíma!
Myndin fjallar um Jesus Shuttleworth (Ray Allen) sem er "all-american" high school körfuboltaspilari, en þegar hann er á síðasta ári í menntaskóla þarf hann að velja sér háskóla. Pabbi hans Jesus (Denzel Washington) er í fangelsi og á 15 ár eftir - en fylkisstjórinn ætlar að leyfa honum að sleppa fyrr ef hann getur sannfært son sinn um að fara í einhvern ákveðin skóla. Góð mynd og fyrir þá sem hafa ekki séð hana: kaupið hana, leigið hana, eða horfið á hana í 16 hlutum á youtube! Aðrar góðar körfumyndir: Hoosiers, Hoop Dreams, Love and Basketball, Coach Carter.


Nýir strætóar í London

Ao,

voruð þið búin að frétta að það er komið nýtt strætódesign í London. Aston Martin vann keppni um að fá að hanna strætóana. Svona eiga þeir að lýta út:

londonbus













Ég las einhver staðar að það ættu að vera komnir 50 nýir strætóar árið 2011. Ætli þeir reyna ekki að ná þessu fyrir ÓL?

KG.


Gamlar Nike auglýsingar

Hæhæ,

fyrir þá sem fíla körfu og Nike kicks, eru hérna nokkrar eldgamlar (sirka 20 ára) Nike auglýsingar með Spike Lee og Michael Jordan:

Ég elska þessar auglýsingar! Spike Lee aka Spizike Lee er nátúrulega algjör snillingur (fyrir þá sem þekkja hann ekki: hann er frægur leikstjóri og hefur leikstýrt margar góðar myndir, meðal annars Inside Man, Do the Right Thing, Malcolm X og He Got Game. Þar að auki er Spike Lee die-hard New York Knicks aðdáandi!) og Michael Jordan er örugglega besti körfuspilari allra tíma! Mars Blackmon er karakter úr Spike Lee mynd sem heitir She's Gotta Have I, og í auglýsingunni er hann eins og í myndinni "an immature, annoying, Brooklyn-loving, sports-loving, die-hard New York Knicks fan"!

Fyrir þá sem skildu ekki þetta outfit í fyrra á áramótaæfingunni:
outfit


















Skiljið þið þetta núna? ;)

Peace!


Klikkun

Yo,

Adam Kimmel, sem er fatahönnuður frá New York, bjó til geðveikt video. Tveir skaterdudes, Noah Sakamoto og Patrick Rizzo (eins og pizzustaðurinn, hehe), bruna niður brekku í LA í Adam Kimmel jakkafötum. Þetta hlýtur að hafa verið drullu hættulegt!!

http://www.adamkimmel.com/ - athugið að það er hægt að horfa á þetta í HD (ég mæli samt ekki með því ef þið eruð með hæga tengingu)

Sjáumst eftir 10 daga! W00t

Kári Gunn.


Fyrsta afmælisgjöfin

Hæ öll sömul,

Ég var að koma heim. Flugið var fínt - ég svaf og las. Eftir akkúrat viku á ég afmæli og í dag fékk ég fyrstu afmælisgjöfina mína, sem var ótrúlega flott úr frá ömmu minni og afa.

úr











clock








Takk kærlega amma og afi!
Smile


Áramótin

Sæl og blessuð,

Fyrst og fremst ætla ég að óska ykkur öllum gleðilegs árs og segja takk fyrir það liðna! Áramótin voru nú ósköp róleg hjá mér: Ég vaknaði og fór að horfa á The Man Who Wasn't There, síðan fór ég í boð hjá ömmu minni og afa (Það var ljúffengur kalkún í matinn og góður ís í desert), svo fórum við heim að horfa á skaupið og sprengja, og að lokum fór ég heim til Bertu að hitta TBR fólkið. Hjá Bertu fórum við í Singstar og Guitar Hero - ég vann mömmu hennar Bertu í Singstar! Við sungum Smells Like Teen Spirit, og það var alveg æsispennandi leikur.

En hvað voruð þið að gera á gamlárskvöldi? Ef þið eruð algjörir nördar þá veit ég hvað þið gerðuð:new year
























En hey, ég rakst á svolítið spes á netinu: Í London, sem er venjulega ein busyasta borg í Evrópu, er engin á ferðinni á jóladegi! Allir bara inni að borða eða opna pakka. Hérna eru myndir frá meðal annars Picadilly Circus og Oxford Street:picadilly circus












london












oxford street


















Takk fyrir samveruna núna um jólin og sjáumst aftur 15...

Hádídúdí.


Gleðilegt ár!

2009 eigum við að ræða það eitthvað?

« Fyrri síða

Höfundur

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Kári aka. mr cool! Ég blogga um allt mögulegt sniðugt sem mér dettur í hug!

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband