8.11.2008 | 22:26
Kevin Bacon kenningin
Hæhæ,
Ég var að spjalla við þjálfarann minn í gær, og hann sagði mér frá kenningu sem heitir "the Kevin Bacon theory" eða "six degrees of separation". Þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg kenning. Hún gengur út á að allir þekkja alla í heiminum í að minnsta kosti 6. lið. T.d þekki ég Obama í 5. lið og Lin Dan í 3. lið. Sem sagt, ég þekki einhvern, sem þekkir einhvern... Þetta er eins og þeir segja alltaf í Mafíu myndunum: "I know a guy, who knows a guy, who knows a guy!".
Ég veit ekki alveg hvort ég er sammála þessu, en þetta er samt frekar mögnuð hugmynd! Ég efast um að þetta passi ef Asíubúar eru taldir með - eða ég veit það ekki. Í rauninni þarf maður bara að þekkja einn Kínverja af því hann þekkir örugglega fólk frá öllum hlutum Kína.
Holla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.