Færsluflokkur: Íslenska
8.11.2008 | 22:26
Kevin Bacon kenningin
Hæhæ,
Ég var að spjalla við þjálfarann minn í gær, og hann sagði mér frá kenningu sem heitir "the Kevin Bacon theory" eða "six degrees of separation". Þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg kenning. Hún gengur út á að allir þekkja alla í heiminum í að minnsta kosti 6. lið. T.d þekki ég Obama í 5. lið og Lin Dan í 3. lið. Sem sagt, ég þekki einhvern, sem þekkir einhvern... Þetta er eins og þeir segja alltaf í Mafíu myndunum: "I know a guy, who knows a guy, who knows a guy!".
Ég veit ekki alveg hvort ég er sammála þessu, en þetta er samt frekar mögnuð hugmynd! Ég efast um að þetta passi ef Asíubúar eru taldir með - eða ég veit það ekki. Í rauninni þarf maður bara að þekkja einn Kínverja af því hann þekkir örugglega fólk frá öllum hlutum Kína.
Holla.
Íslenska | Breytt 9.11.2008 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 22:37
Kannski vonandi
All right,
Badminton.is var að skrifa: "það má segja að bjartara sé framundan varðandi landsliðsferðir. Niðurstöðan eftir fundi með aðildarfélögunum er sú að með samvinnu allra aðila munu landsliðin komast í sín hefðbundnu verkefni og er það afar ánægjulegt." Þegar ég las þetta varð ég mjög glaður, ég var nefnilega búinn að hlakka mjög mikið til að fara á EM í Mílanó með landsliðinu um páskana!
Tootles.
Íslenska | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 04:22
BARACK OBAMA VERÐUR FORSETI!!!
Loksins...
CNN var að segja að Barack Obama er búinn að vinna og að það sé núna víst að hann verði forseti! Þetta er sögulegur atburður því að Obama, sem verður forseti númer 44, verður fyrsti svarti forsetinn í USA. Það er skrýtið að hugsa um að fyrir 40-50 árum máttu svertingjar ekki einu sinni sitja fremst í strætóum.
TIL HAMINGJU OBAMA. TIL HAMINGJU USA. TIL HAMINGJU HEIMUR.
Íslenska | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 02:25
OBAMA ER AÐ VINNA!!
Hæhæ,
Ég er að horfa á kosningarnar í sjónvarpinu og þetta lýtur mjög vel út! Obama er yfir 174-100 og maður þarf að fá 270. Obama var að vinna Pennsylvania og hann er yfir 60,9%-39,7% Ohio, sem er ótrúlega mikilvægt ríki. Síðustu 100 árin hefur Ohio alltaf kosið þann frambjóðenda sem varð forseti. Í North Carolina er Kay Hagan að vinna Elizabeth Dole um að komast í "the Senate", og þetta bendir til þess að Obama eigi líka eftir að vinna þar.
Amma hans Obama var að deyja í gær. RIP.
Íslenska | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2008 | 11:40
Meira NAS!
Ég tók líka upp þegar hann spilaði NY State of Mind:
Íslenska | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 22:58
NAS. Guð minn góður!
Yo,
Áðan var ég á NAS tónleikum með félaga mínum. Það var geðveikt!! Hann spilaði "all the classics", eins og t.d. NY State of Mind, Represent, It Aint hard to Tell, Stillmatic, Affirmative Action, One Love, One Mic, Street Dreams og margt annað. Hérna er fyrsta lagið sem hann spilaði (þetta er tekið upp með venjulegri myndavél):
Íslenska | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 18:42
Hún á afmæli í dag...
Íslenska | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2008 | 00:59
Sleepless in Copenhagen
ORGH MAAAN,
Klukkan er 01:30, en vetratíminn var að byrja þannig klukkan er eiginlega 02:30, og ég get EKKI sofnað. Ég er búinn að liggja í rúminu í svona 2 klukkustundir. Ég hlusta alltaf á tónlist þegar ég er að sofna en það er ekki að virka. Ég er búinn að hlusta á 3 diska eða eitthvað, og svo er ég líka búinn að reyna að lesa.
Jæja, kannski ég segi bara frá helginni minni. Á fimmtudaginn var ég að hanga með Taus og við vorum bara eitthvað að spjalla og þannig. Svo horfðum við líka á Gossip Girl. LoL. Núna erum við báðir hooked. Klukkan svona níu fórum við á kaffihús að hita einhverja krakka úr bekknum. Það var bara gaman. Tíhí.
Á laugardaginn vaknaði ég klukkan svona eitt og fékk mér pizzu. Svo fór ég að horfa á Denmark Open. Peter Gade var að spila við Kenneth Jonassen og hann rústaði honum. Kenneth meiddist reyndar. Klukkan svona 3 fór ég út í körfu í fyrsta skipti í 3 vikur. Ég er nefnilega búinn að vera meiddur, en ég ætla líka að byrja að æfa badminton aftur á þriðjudaginn. En vá hvað var gaman að hreyfa sig aftur. Um kvöldið voru gestir. Fyrrverandi vinufélagi mömmu og fjölskylda hennar. Ég fór reyndar í afmælisveislu hjá Japhet og Jeppe klukkan svona 9. Fjör fjör.
Í dag er ég bara búinn að gera heimavinnu og eitthvað svoleiðis. Annars er ég búinn að vera í Guitar Hero með Agli - ég er kominn í medium level. Um kvöldið kom Taus og við fórum aftur að horfa á Gossip Girl. ÓMÆGAAAD XOXO. Við fórum líka í herbergiskörfu og horfðum á "VH1s top 100 hip hop list".
Hey, Jay-Z ætlar að gefa út nýja plötu. Blueprint lll.
Holla.
S**t, stærðfræði eftir 6 tíma.
Íslenska | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 18:27
skemmtileg grein
Íslenska | Breytt 27.10.2008 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 00:42
Herbergið mitt
Ao,
Ég var að fá nýtt herbergi í vor og það er awesome. Nýja herbergið mitt er svona tvöfalt stærra en gamla. Það er þægilegt að hafa aðeins meira pláss. Það var mjög mikið mál að taka til í herberginu. Ég og pabbi máluðum og þannig. Svo keypti ég mér plaköt, sjónvarp og körfu með keðjuneti. Hérna eru myndir sem ég var að taka:
Hérna er karfann mín og The Breakfast Club plakatið mitt. Ég er oft í körfu inni í herberginu.
Spooky.
Þetta er svalahurðin mín, rúmið mitt, stóllinn minn (Lúna) og skápurinn þar sem ég geymi allar bækurnar mínar og DVDmyndir og stuff.
My beloved television.
He was Tony Montana. The world will remember him by another name... SCARFACE.
Stundum finnst mér gott að vera í fötum þegar ég er úti á götu and stuff.
OMG ég er svooo háður tölvunni minni að það er ekki einu sinni fyndið. Í alvöru.
Skóbúðin mín. Flavour.
Jeiii, Nas og Nerd miðar.
Later alligator.
Íslenska | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)