Færsluflokkur: Íslenska
10.8.2008 | 22:44
Träningsläger i Sverige
Jæja, núna er ég ekki búinn að blogga í nokkra daga, en það er af því að síðustu dagana hef ég verið í æfingabúðir með KBK í Svíþjóð!
Við lögðum af stað á fimmtudaginn og keyrðum í litlum rútum! Æfingabúðirnar voru nálægt Ystad í Svíþjóð. Allir íslensku strákarnir keyrðu með Tobias sem var þjálfari og það var bara fjör! Það tók svona tvo tíma að keyra og þegar við vorum komnir fengum við okkur að borða og fórum síðan beint á æfingu! Það var alltaf frekar mikið vesen að komast á æfingu af því að við þurftum að keyra í 20-30 mín til að komast þangað! :/
Í æfingabúðunum voru Danir, Svíar og íslendingar. Íslendingarnir, Svíarnir og nokkrir Danir voru á gistiheimili í Hammenhög og svo voru allir hinir í einhverju skuggalegu skátahúsi í Borrby. Það voru alltaf tvær æfingar á dag - ein klukkan 9 og önnur klukkan 14. Á kvöldin vorum við bara eitthvað að chilla og töluðum líka dáldið við Svíana um statistics and shit, er þaggi Ívar?! Það var mjög fínt!
Síðasta kvöldið var okkur skipt upp í fimm lið og við fórum svo í einhverja leiki. Fyrst vorum við í soduku, svo fótbolta, svo áttum við að hlaupa á meðan við héldum kúlu á lofti. Svo þegar það var allt búið fóru allir í eggjakast, sem snérist um að kasta eggi eins langt og mögulegt og grípa það svo með handklæði! Mitt lið vann að sjálfsögðu og við unnum poka fullan af nammi! :D
Á leiðinni heim í morgun voru allir drullu þreyttir, þannig við vorum bara að hlusta á old skool hip hop og sumir sváfu líka...
Pétur tók myndir í ferðinni og ég skal setja þær inn þegar ég er búinn að fá þær.
Klukkan er 00.40 en ég er sko ekkert að fara að sofa, ég er nefnilega að bíða eftir að Kenneth Jonassen og Peter Gade eiga að spila í Beijing - en ég nenni samt ekki að hafa þetta lengra! ;)
Góða nótt. :)
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 01:14
Nýjar myndir!
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2008 | 22:27
Sumarið
Halló halló,
Á morgun fer ég heim til dk. Ég er búinn að vera á íslandi í 1½ mánuð og ég hef aldrei verið svo lengi hérna!
Það er margt búið að gerast í sumar! Ég er búinn að fara í bíó 6 sinnum - á The Dark Knight, Meet Bill, Zohan, Wanted, Hell Boy 2 og Kong Fu Panda. Síðan er ég líka búinn að hanga mikið með tbr-krökkunum. Við erum búinn að fara í vatnsslag, og allt mögulegt cool stuff. Svo er ég líka búinn að vera mikið með frændum mínum í sundi og körfu!
Ég er búinn að fara tvisvar út í sveit! Fyrst fór ég til Drangsnes til að halda upp á afmæli afa míns. Hann varð áttræður 4. júlí! Síðan fór ég á snæfellsnes að veiða í Dunká. Það var ótrúlega skemmtileg upplifun, ég hef nefnilega aldrei farið að veiða áður! Ég veiddi ekki neitt, en ég krækti samt í einn 20 punda fisk! Nei hann var kannski ekki alveg 20 pund. :-P
Í sumar fór ég líka í fyrsta brúðkaupið mitt. Þess vegna varð ég líka að kaupa mér fyrstu jakkafötin mín!
Ég, Egill-Spegill, Ívar og Popz!
Sem sagt fer ég til dk á morgun og það sem ég hlakka mest til er að fá almennilega pizzu og góða ávöxti! Já og svo ætla ég líka að kaupa mér flotta Nike kicks af því að það er ekki hægt að fá almennilega skó á íslandi!
Strákarnir (Kjartan, Ívar, Pési og Jónas) koma líka til dk á morgun og við förum svo í æfingabúðir í Malmö á fimmtudaginn og þegar þær eru búnar ætlum við bara að chilla í góða veðrinu! Skólinn byrjar 14. ágúst!
Jæja, ég held að þetta sé komið gott!
Takk fyrir stórkostlegt sumar!
Kári.
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2008 | 01:01
Why so serious?
Jæja...
Í gær fór ég loksins á The Dark Knight og ég get sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Enda er hún númer 1 á IMDB.com!!!
Myndin fjallar um hetjuna Batman aka Bruce Wayne. Christian Bale leikur Bruce Wayne sem er milljónamæringur sem bjargar Gotham City frá vondu körlunum! Svo er auðvitað The Joker sem er leikin af Heath Ledger. Heath Ledger sem dó í janúar 28 ára gamall, túlkar þetta hlutverk alveg ótrúlega vel og færir okkur djúpan og kuldalegan karakter!
Maður var aðeins farinn að spá hvort myndin væri orðin svona vinsæl af því að Heath Ledger var að deyja!? En The Dark Knight stóðst allar væntingar og vel það! Þessi mynd er bara algjört meistaraverk - stórkostlegt handrit, frábær leikstjóri, æðislegir leikarar!!!
The Dark Knight er geðveikt góð mynd og hiklaust besta mynd ársins! Ég mæli með að allir sem hafa ekki séð hana fari á hana undir eins!
Að lokum hef ég bara eitt að segja - "Why so SERIOUS?"
Rest in peace Heath Ledger!
Kári. :-)
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2008 | 23:45
Awesome
What up?
Ég ætla að byrja á því að kynna sjálfan mig. Ég heiti Kári og ég er totally awesome. Ég er 17 ára og bý í Kaupmannahöfn sem er fínt. Ég er búinn með eitt ár í menntó og á tvö eftir! Foreldrar mínir eru bæði eðlisfræðingar og bræður mínir eru 10 og 13. Sá sem er 10 heitir Egill og er algjör píanó-snillingur, og sá sem er 13 heitir Ívar og er Badminton-snillingur. Ég spila líka sjálfur badminton en er bara svona rétt að læra það og ég ekki nærri því eins góður og Ívar. Annars er ég líka mikið í körfu en ég æfi það ekki. Ég er svo street! Það er eitt sem allir verða að vita um mig og það er: ÉG ELSKA BÍÓMYNDIR OG TÓNLIST!!!
Uppáhalds leikararnir mínir eru:
Christian Bale
Denzel Washington
Bobby De Niro
Góði gamli Al Pal
Edward Norton
Brad Pitt
Ég er örugglega að gleyma einhverjum og ef svo stendur til látið mig þá bara vita!
Ég hlusta mikið á tónlist! Þar á meðal:
Old Skool Hip Hop (De La Soul, Eric B. and Rakim, Gang Starr, A Tribe Called Quest)
Hip Hop (Mos Def, Nas, Jay-Z)
Jazz (Duke Ellington, Billie Holliday, Louis Armstrong)
Píanó (Mozart, Beethoven, Bach)
Rock (Red Hot Chili Peppers, Muse, Queen, Franz Ferdinand)
Markmiðið mitt með þetta blogg er að blogga um allt mögulegt og reyna að blogga nokkru sinnum í viku. Stundum á ég kannski eftir að blogga á dönsku, þýsku eða ensku af því að ég er mr. international!
Have a nice day folks!
Btw, uppáhalds liturinn minn er BLÁR!
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)