Færsluflokkur: Íslenska
22.8.2008 | 19:29
Uppáhalds sjónvarps karakterarnir mínir!
Í þessu bloggi ætla ég að segja ykkur frá uppáhalds sjónvarps karakterunum mínum! Ég hef horft á ansi margar seríur og bíómyndir á ævinni, en það eru sumir karakterar sem ég mun aldrei gleyma!
Ari Gold (Jeremy Piven) - Entourage
Serían, Entourage, er um frægan 'up-and-coming' leikara í Hollywood og 'his entourage'. Gyðingurinn Ari Gold er umboðsmaður fyrir leikara sem heitir Vincent Chase! Hann er mjög skapmikill og kemst alltaf útí eitthvað klandur, en bjargar sér svo einhvern veginn! Ari Gold er sko algjör snillingur! Hér er Ari Gold atriði frá youtube (maður þarf kannski að skilja hvað er að gerast til að finnast þetta fyndið, en whatever):
Denny Crane (William Shatner) - Boston Legal
Ég held að ég þurfi ekki að segja meira en: Mad cow. Denny Crane.
Barney Stinson (Neil Patrick Harris) - HIMYM
Barney Stinson er eiginlega rip-off karakter af Joey, en hann er samt ótrúlega fyndinn! Awesome og legendary!
Og hey, íslensku handbolta strákarnir voru að vinna spánverja í undanúrslitum og eiga núna að keppa við frakka í úrslitum! :D
Holla.
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 19:33
Nýjar myndir
NYE BILLEDER
NEUE BILDER
NEW PICTURES
NUOVE IMMAGINE
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 17:48
Hann á afmæli í dag!
Þetta blogg er tileinkað Agli bróður mínum, hann á nefnilega afmæli í dag!
Hann Egill var að verða 11 ára og til hamingju með það baby bro! Áðan var hann að fá gjafir og við borðuðum kökur! Namminamm! :D
Fréttir frá ÓL:
- Sundmaðurinn Michael Phelps frá USA er búinn að vinna átta gullmedalíur og er líka kominn með sjö heimsmet! Phelps er 23 ára og hann vann líka 6 gullmedalíur á ÓL í 2004!
- Badminton ÓL er búið og Lin Dan vann Lee Chong Wei 21-8 21-12 í einliðaleik karla! Hann hlýtur að vera á sterum!?
- Það var engin Dani sem vann medalíu í badminton. Þetta hefur aldrei gerst í sögu ÓL.
- Það var sýnt óvenjulega lítið badminton í sjónvarpinu í DK.
- Kínversku fimleikastelpurnar sem unnu keppnina eru bara 14 ára, en keppendur verða að vera að minnsta kosti 16 ára!
- Handboltaleikurinn DK-ÍS var ótrúlega spennandi og Ísland rétt náði að jafna á síðustu mínútunni!
- USA hefur ekki unnið ÓL í körfubolta í 12 ár, en LeBron James er búinn að tryggja fólkinu sínu sigur! Hann gerði það reyndar líka í 2004. Ég er samt sannfærður um að USA eigi eftir að vinna þetta. Þeir voru að vinna þjóðverja áðan 106-57!!!
Michael Phelps!
Ef ég þarf einhvern tímann að nota glerauga þá ætla ég að fá mér svona!
Holla!
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2008 | 01:22
Helgin
Jæja,
Það er bara búið að vera chill hjá mér núna um helgina! Á fimmtudaginn kom litla frænka mín, hún Sólrún Lára. Hún kom með tveggja lítra kristall plús og tvo djúp poka fyrir mig! Svo um kvöldið komu Íris frænka mín og foreldrar hennar í mat hjá okkur. Það var mjög huggulegt að sjá þau aftur!
Á föstudaginn hitti ég Hrefnu af því að hún var að flytja til DK og hún kom líka með kristall plús og djúpa fyrir mig! Um kvöldið klukkan svona 9 fór ég í eitthvað glatað skógarparty. Fyrst þurfti ég að bíða í 45 mínútur eftir lestinni og svo labbaði ég í svona 30 mínútur í skóginum en fann ekki bekkjarfélaga mína þannig ég fór bara strax heim!
Í dag fór familían til Jótlands þannig ég er einn heima í dag og á morgun. Ég er nú ekki búinn að gera mikið í dag. Þegar ég vaknaði fór út í körfu og í kvöld keypti ég mér pizzu á Gastronomia og fór heim að horfa á endursýningu frá körfuleikinum USA-Spánn, sem var frekar áhugaverður leikur þrátt fyrir að USA rústuðu Spánverjana! Það var eitt sem var svolítið fyndið: Það var 17 ára strákur frá Spáni sem "guardaði" Jason Kidd sem er 35 ára!
Þegar leikurinn var búinn horfði ég á tvær bíómyndir. 21 og Brokeback Mountain. 21 var ótrúlega skemmtileg og sniðug og Brokeback Mountain var líka góð en aðeins langdregin!
Hey, nokkrar fréttir:
- Það var einhver tónlistarmaður að fara í mál við John McCain. Ha! Gott á þig McCain!
- John McCain kom opinberlega út úr skápnum í The Oprah Winfrey Show!
- Eminem er að gefa út nýja plötu sem á að heita King Mathers.
- Ég er búinn með allt nammið og allt kristall plúsið!
- Nýi diskurinn hans Nas, Untitled, er awesome.
Góða nótt. :)
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2008 | 19:19
Góð lög!
Hérna eru nokkur lög sem ég hlusta á þegar ég er að sofna:
Nas - These are our heroes
Mos Def - Ghetto Rock
Mo' Better Blues - Say Hey
LL Cool J - I need love
Simon & Garfunkel - The Sound of Silence
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2008 | 13:11
Gade tapaði!
Peter Gade var að tapa fyrir Lin Dan frá Kína. Leikurinn fór 21-13 21-16 en hann var samt mjög jafn! Peter Gade spilaði alveg frekar vel og var mjög þolinmóðir! Þetta voru síðustu Ólumpíuleikarnir hans Gade sem er svolítið leiðinlegt af því hann átti svo skilið að vinna alla vega einu sinni!
En VÁ hvað Lin Dan er sjúklega góður. Það er ekki eðlilegt hvað hann er góður! Ég er alveg 100% viss um að hann eigi eftir að vinna ÓL! Ætli hann sé á sterum?
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 21:49
Stuff
Aight,
Á morgun klukkan 14 á dönskum tíma og 12 á íslenskum tíma á Peter Gade að keppa við Lin Dan í fjórðungsúrslitum á Ólumpíuleikunum! Ég spái að Gade vinni naumlega í tveimur lotum!
Ég horfði á leikinn hans Gade í gær og hann var ekkert smá spennandi! Gade var að keppa við Japanann Shoji Sato og hann bara rétt vann 19-21 22-20 21-15! Ég hefði sko án efa farið að gráta hefði Gade tapað!
Í kvöld var ég búinn að bjóða strákunum (Ívar, Pétur, Jónas og Pétur) í mat. Pabbi bjó til matinn eins og venjulega. Það var kjúklingur og steiktar kartöflur í matinn! Þegar við vorum búnir að borða horfðum við á nokkra þætti og fórum síðan út og fengum okkur ís á einhverjum fancy stað sem heitir Frost Factory!
Eftir það fórum við á kaffihús sem heitir Baresso og ég fékk mér SmooTea og Ívar fékk sér IceTea! Síðan fórum við aftur heim til mín og þá ákvöðum við að fara í beach party á Bellevue ströndinni! Þetta var alveg fínt og huggulegt party með bon fire og allt!
Á morgun fara strákarnir heim þannig núna segi ég bara "takk fyrir sumarið"!
Úff... Eftir átta klukkustundir á ég að mæta í skólann! Það er samt ágætt - hlakka til að sjá allt fólkið mitt!
Ég er farinn að sofa. Ég þarf nefnilega fyrst að ná að horfa á einn Boston Legal þátt og borða rúgbrauð með súkkulaði!
Buenas nochas chicas!
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2008 | 23:03
Hippocampus
Ao,
Stundum gleymi ég það sem ég er ný búinn að hugsa! Það getur verið alveg ótrúlega pirrandi. Það er oftast þannig að ég gleymi það sem ég var að hugsa ef það kemur einhver truflun. Hypothetical situation: Ég er að horfa á einhverja bíómynd og einn leikarinn virðist kunnuglegur. Og ég er alveg 'vó ég hef séð hann áður - en hvar?'. Og þegar ég er búinn að hugsa í nokkrar mínútur þá fatta ég allt í einu 'ahh þetta er George Clooney'. Einmitt þegar ég er búinn að fatta þetta þá kemur mamma inn og segir góða nótt og ég ýti á pause og segi góða nótt og svo þegar ég ýti á play þá er ég búinn að gleyma hvað karlinn heitir!
Ég var einmitt að lesa um heilann á wikipedia og ég las þar að allar minningar um það sem hefur gerst síðustu 20 sekúndurnar geymist í hluta af heilanum sem heitir Hippocampus.
"Whatever the cause or causes of forgetting over the short term may be, there is consensus that it severely limits the amount of new information that we can retain over brief periods of time."
Þetta þýðir að ef maður fær of margar upplýsingar í einu þá gleymir maður einhverjum af þeim. "George Clooney" og "góða nótt" eru greinilega of margar upplýsingar fyrir mig!
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2008 | 21:31
No dunking please!
Hæhæ.
Í gær var USA að keppa við Kína á Ólumpíuleikunum og ég var búinn að hlakka mikið til þess að sjá þessi tvö lið keppa! Leikurinn var því miður ekki eins góður og ég átti von á - USA vann léttilega 101-70!
En það var eitt fyndið sem gerðist svo eftir leikinn á blaðamannafundinum! Það var kínverskur blaðamaður sem spurði bandaríska þjálfarann Mike Krzyzewski aka Coach K hvort allar þessar troðslur frá Kobe, Lebron og D Wade væri ekki svolítið að "rubbing it in their face"? Coach K fannst þetta auðvitað vera asnaleg spurning og svaraði að ef strákarnir mundu ekki troða þá mundi Yao Ming getað blokkað "the lay ups".
En ég held að það sé samt ekki málið. Málið er nefnilega að það skemmtilegasta við körfubolta eru troðslurnar! Það er gaman að horfa á menn fljúga! Það er gaman fyrir þá og fyrir okkur! GAMAN!!!
Hey Helgi, af hverju er Steve Nash ekki í liðinu?
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2008 | 20:23
Besti núlifandi rappari? - Held ekki!
Blelluð öll sömul!
Ég er áskrifandi af Time Magazine og var að lesa grein um rapparann Lil Wayne. Samkvæmt Time er Lil Wayne besti núlifandi rappari, sem er að mínu mati tómt bull! Ég hef aldrei hlustað mikið á Lil Wayne, en þegar ég var búinn að lesa þessa grein fór ég á you tube og kannaði málið. Og eftir það get ég sagt að það er bara fyndið hvað hann er lélegur - hann er eiginlega bara á sama level of badness og Soulja Boy!
You dig?
Íslenska | Breytt 17.10.2008 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)