11.10.2008 | 22:35
Heppinn vs Óheppinn
Eyo,
Í dag var ég óheppinn:
- Ég vaknaði klukkan 11.30 og fékk mér tvo pizzubita á meðan ég horfði á Scrubs. Síðan fór ég sturtu og allt það. Klukkan 13.00 skutlaði mamma mér út í Gentofte Badminton Klub. Í dag var ég nefnilega að að keppa á móti sem heitir Danish Junior Cup. Það er stórt alþjóðlegt mót. Klukkan 14.15 átti ég að keppa við Jordy Hilbink sem er númer 1 í Hollandi, og ég rústaði honum - þangað til að ég meiddist. Ég meiddist eiginlega á fimmtudaginn í náranum, en það versnaði í dag. Ég vann 21-15 í fyrstu lotunni en svo hreyfði ég mér einhvern veginn vitlaust og ég varð að hætta.
- Í dag þegar ég var að ná iPodinn minn í vasanum mínum datt síminn minn óvart út í leiðinni. Og nei hann datt ekki bara á gólfið. Hann datt ofan í glass með vatni í. What are the odds? Btw, hann virkar ekki. Það er vatn í skerminum og þannig.
- Það var nammilicious lambalæri í matinn + steiktar kartöflur. Saussy!
- Ég fékk mér ís í desert.
- Ég er í fríi!!! ENGIN SKÓLI Í VIKU!
Ég held að ég þurfi að taka því rólega næstu dagana. Láta nárann batna. Ég er búinn að æfa geðveikt mikið síðustu vikurnar.
Áðan horfði ég á rosalega góða bíómynd. Rudy. Ég mæli með henni!
Peace out brothers and sisters.
Athugasemdir
hahah vinkona mín missti símann sinn líka einu sinni í kósettið ! en vá hvað ég væri til í viku frí... var að klára mitt haustfrí og skóli á morgun :/
Hanna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.