13.10.2008 | 16:29
Pros vs Cons
Blessuð,
Það er frí hjá mér þannig ég er bara búinn að liggja í rúminu mínu í leti. Svo er ég líka meiddur í náranum, og ég get eiginlega ekki hreyft vinstri fótinn minn. Þetta er samt ekki alvarlegt, ég þarf bara að slappa af í nokkra daga. Það er margt slæmt við að vera meiddur en hins vegar er líka margt sem er ágætt.
PROS:
- Ég hef afsökun fyrir að liggja uppí rúmi og horfa á bíómyndir allan daginn.
- Ég er búinn að horfa á svona 2 Scrubs seríur á 2 dögum.
- Hmm já?
- Ég get ekki spilað badminton.
- Ég átti að keppa í dag og á morgun, en ég kemst ekki.
- Ég er eins og fatlaður þegar ég labba upp tröppur (ég labba bara upp með hægri).
- Það er eins og sé verið að stinga hnífi inn í nárann á mér í hvert skipti sem ég hreyfi mér einhvern veginn vitlaust.
- Ég gat ekki farið út í körfu þegar var gott veður í gær.
Í gær horfði ég á Almost Famous, sem er sjúklega góð mynd um "the rock'n'roll era"! Ég mæli með að allir sem hafa ekki séð hana horfi á hana í dag - eða á morgun ef þið eruð upptekin í dag að sjálfsögðu.
Ég er ennþá ekki búinn að ákveða hvaða mynd ég ætla að horfa á í kvöld, eruð þið með einhverjar tillögur?
"Rock and Roll - It's all happening!"
Peace out.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.